Samkomuhúsið er sjálft í anda Kabarett

Kabarett sýnt á Akureyri

Samkomuhúsið er sjálft í anda Kabarett

Kabarett hefur verið sett upp í Samkomuhúsinu á Akureyri. Marta Nordal leikhússstjóri á LA leikstýrir.

Snædís Snorradóttir fór norður og skrifar:

Sýningin er algjör veisla frá upphafi til enda.

Upplifunun hefst strax við komu inn í Samkomuhúsið sem var formlega opnað 23.desember árið 1906. Teppalagður stiginn og brakandi gólffjalir gera það að verkum að þú getur varla annað en lifað þig gjörsamlega inn í tímabil Kabarett eða í kringum 1930 þegar Nasistar voru að ryðja sér til valda. 

Hákon Jóhannesson opnar sýninguna sem hinn frjálslegi MC. Hákon er að koma fram í sinni fyrstu atvinnuleiksýningu og segja má að túlkun hans á MC sé óaðfinnanleg. Hákon gerir hlutverk sitt gríðarlega vel og verður spennandi að fylgjast með honum í framtíðinni. 

Ólöf Jara fluttist tímabundið frá New York til Akureyrar til þess að fara með hlutverk Sally Bowles, hlutverk sem Jöru hefur alltaf langað til þess að fara með og gerir það með glæsibrag. 

Í heildina var sýningin skemmtileg og vel útfærð. Sviðið í samkomuhúsinu er lítið en ótrúlega vel nýtt. Til að mynda er heil hljómsveit á sviðinu allan tíman ásamt auðvitað allri sýningunni sem er alls ekki fyrirferðalítil. Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson sá um tónlistina sem bar af í útfærslu og notkun. Svo var einnig reglulega skemmtilegt að sjá Andreu Gylfadóttur og Karl Ágúst Úlfsson leika á móti hvort öðru. 

Hljómar það ekki dásamlega að gera sér dagamun og skjótast til Akureyrar í rómantíska helgarferð og kíkja í leikhús? 

Nýjast