Kannast ekki við slagsmál eyglóar

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar ásökunum Eyglóar Harðardóttur félagsmálaráðherra um slagsmál eða togstreitu innan ríkisstjórnarinnar. Þetta kom fram í þættinum Þjóðbraut á Hringbraut fyrir skömmu.

Ólöf segir að hjáseta Eylgóar við afgreiðslu á ríkisfjármálaátlun hafi verið afar sérstök, það er að ráðherra í ríkisstjórn hafi ekki stutt mál eigin ríkisstjórnar. Ólöf  gefur lítið fyrir fullyrðingar um samstarfsvanda innan ríkisstjórnarinnar, en segir að eðlilega hafi margt breyst þegar ákveðið var að kjósa í haust. Þar með fari allir flokkar að undirbúa kosningar og það hafi áhrif allsstaðar.

Ólöf Nordal er gestur Þjóðbrautar Hringbrautar.