Kæra hval hf. vegna brota á lögum

Dýra- og náttúruverndarsamtökin Jarðarvinir  hafa kært hvalveiðifyrirtækið Hval hf. vegna brota á lögum um hvalveiðar. Í kærunni er meðal annars vísað til þess að fyrirtækið hafi veitt afkvæmi steypireyðar í sumar og að verkun þess að langreyðakjöti hafi ekki samræmst reglugerðum um átta ára skeið.

Fyrirtækið var sakað um að hafa veitt steypireyði í júlí. Síðar kom hins vegar í ljós að dýrið var afkvæmi steypireyðar og langreyðar. Hvalur hf. hefur aðeins heimild til þess að veiða langreyðar en bannað er að veiða steypireyðar.

Nánar á

http://www.visir.is/g/2018180809059/kaera-hval-hf.-vegna-brota-a-logum-um-hvalveidar