„kaðlarnir geta verið hvað sem er“

Tvískinnungur er nýtt íslenskt verk sem var frumsýnt í Borgarleikhúsinu síðastliðinn föstudag, 9.nóvember, fyrir viku sínan á litla sviðinu.

Verkið er eftir Jón Magnús Arnarsson, sem byggir það að hluta á eigin reynslu þegar hann var í neysli sjálfur en hann er fyrrverandi rappari og slamm - ljóðskáld og sem slíkur Íslandsmeistari.

Leikstjóri er Ólafur Egill Egilsson og tveir leikarar eru í sýningunni þau  Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Haraldur Ari Stefánsson

Þau mætti í betri stofuna í þættinum 21 hjá Lindu Blöndal.

Þuríður Blær og Haraldur Ari leika par sem dragast á alveg magnaðan og sjúklegan hátt að hvort öðru – svo byrjar brjálað partí hjá þeim sem endar með ósköpum – þau eru að eyðileggja hvort annað en geta ekki sleppt. Þetta verður vítahringur samskipta sem margir geta tengt við.

Þerra er hringekja ofsafenginnar ástar og fíknar  - þau geta ekki verið saman en ekki heldur í sundur, þau þrífast á hvort öðru og eru að eyðileggja hvort annað.

Þau kynnast í búningapartíi, hann er Járnmaðurinn og hún Svarta ekkjan sem eru sem kunnugt er karakterar úr myndasögum og eru í þeim erkióvinir. En þau laðast hvort að öðru og verða svo ástfangin að þeim líður eins og ofurhetjum.

En þau eru líka par líka sem er bara starfsfólk í Borgarleikhúsinu og svo einn eitt parið til og svo „blæðir“ á milli paranna þar sem þau eru í raun og veru eitt og sama parið.  

Gríðarleg átök, ofbeldi og læti og mikil ást – þetta er allt þarna og verkið gríðarlega líkamlega krefjandi fyrir leikarana. Uppistaðan í leikmyndinni er stórt kaðlahús í miðjunni á leiksviðinu sem þau hanga í og klifra í á allan  mögulegan og ómögulegan máta. „Kaðlarnir geta í raun verið hvað sem er“, segir Haraldur Ari – getur verið leikgrind, köngulóavefur eða jafnvel móðurlíf, segir Haraldur Ari að hann hafi heyrt einhvern tala um. 

Stef úr Rómeó og Júlíu er í sýningunni áberandi og textinn að mestu í bundnu málið, stuðlaður og rímaður líkt og leikarar Shakespears fengu í hendurnar á fyrri tíð.