Júlíus vífill dæmdur fyrir peningaþvætti

Júlíus Vífill Ingvars­son, fyrr­verandi borgar­full­trúi Sjálf­stæðis­flokksins, var í Héraðs­dómi Reykja­víkur í morgun dæmdur í tíu mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir peninga­þvætti. Dómurinn er skilorðsbundinn til tveggja ára. Aðal­með­ferð málsins fór fram hinn 3. desember.

Sak­sóknari hafði farið fram á átta til tólf mánaða ó­skil­orðs­bundið fangelsi yfir Júlíusi en hann var sakaður um að hafa þvættað 49 til 57 milljónir króna í gegnum sjóð sem hann var rétt­hafi að á­samt eigin­konu sinni og börnum. Fjár­munirnir þar komu til vegna við­skipta bíla­um­boðsins Ingvars Helga­sonar á árunum 1982 til 1993. 

Júlíus viður­kenndi að hafa ekki greitt skatta af um­boðs­laununum en kvað brotin vera fyrnd og að peninga­þvætti ætti ekki við í um­ræddu máli. Meint skatt­brot eru fyrir löngu fyrnd en fjár­munirnir voru geymdir á banka­reikningi bankans UBS á Ermar­sunds­eyjunni Jer­s­ey árin 2010 til ársins 2014, en þá færði hann fjár­munina inn á sjóð í sviss­neska bankanum Julius Bär.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/markadurinn/julius-vifill-fekk-tiu-manada-skilord