Jón óttar heldur sér ungum með vinnu: „að fara á svona eftirlaun eða ellilaun það er bara tóm tjara“

Í nýjasta þætti Mannamáls fær Sigmundur Ernir til sín athafnamanninn Jón Óttar Ragnarsson. Farið verður um víðan völl í þættinum og ræða þeir meðal annars hvernig Jón Óttar fer að því að halda sér svona ungum.

„Sestu aldrei í helgan stein af því að það er bara annað orð yfir dauða. Orðið retirement, maður verður bara þreyttur á því að bera það fram og að fara á svona eftirlaun eða ellilaun það er bara tóm tjara,“ segir Jón Óttar meðal annars.

Misstu ekki af nýjasta þætti Mannamáls sem frumsýndur verður í kvöld klukkan 20:00