Jón Ólaf­ur nýr formaður SVÞ

Mbl.is er með þessa frétt

Jón Ólaf­ur nýr formaður SVÞ

Jón Ólaf­ur Hall­dórs­son, for­stjóri Olís, er nýr formaður Sam­taka versl­un­ar og þjón­ustu (SVÞ) en aðal­fund­ur sam­tak­anna var hald­inn í dag á Hilt­on Nordica. Alls bár­ust sjö fram­boð um al­menna stjórn­ar­setu en kosið var um fjög­ur sæti fyr­ir kjör­tíma­bilið 2019-2021. 

Á fund­in­um var lýst kjöri fjög­urra meðstjórn­enda, en þeir eru Anna Katrín Hall­dórs­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri markaðs- og sölu­sviðs Ísland­s­pósts, Ari Þórðar­son, fram­kvæmda­stjóri Hreint ehf., Árni Stef­áns­son, for­stjóri Húsa­smiðjunn­ar, og Guðrún Jó­hann­es­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Kokku ehf.

Elín Hjálms­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri mannauðs- og markaðssviðs Eim­skips, og Gunn­ar Eg­ill Sig­urðsson, fram­kvæmda­stjóri Sam­kaupa, sitja áfram í stjórn.

Nánar á

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/03/14/jon_olafur_nyr_formadur_svth/

 

Nýjast