Jón klæddi sig upp sem georg bjarn­freðar­son á ný

Georg Bjarnfreðarson, bensínstöðvarstarfsmaðurinn með háskólagráðurnar fimm og ein af eftirminnilegri persónum grínistans Jóns Gnarr, dúkkaði upp á Twitter í dag og er mörgum spurningum ósvarað.

Netverjar eru forvitnir og keppist fólk að spyrja Jón hvort að nýtt efni sé á leiðinni. Víst er að endurkomu Georgs yrði víða fagnað. Jón birti nokkrar myndir af sér í fullum skrúða og gervi Georgs sem heillaði land og þjóð í Vaktaseríunum um árið.

Jón lætur myllumerkið #georgskjör fylgja færslunum og hefur hann fengið yfir 600 læk á allar myndirnar samtals þegar fréttin er skrifuð.

Indriði, persóna Jóns úr Fóstbræðrum sem reglulega fann öllu allt til foráttu, sneri aftur í Áramótaskaupinu fyrir tæpur tveimur árum. Hvort Jón hafi ákveðið Georgi sömu örlög skal ósagt látið en fréttastofa hefur ekki náð tali af honum í dag þrátt fyrir tilraunir.

Nánar á

https://www.frettabladid.is/lifid/jon-klaeddi-sig-upp-sem-georg-bjarnfrearson-a-n