Jón Gnarr safnar leiðinlegum íslenskum orðum fyrir nýja bók

Jón Gnarr safnar leiðinlegum íslenskum orðum fyrir nýja bók

Jón Gnarr leitar nú til vina sinna eftir leiðinlegum íslenskum orðum og hugtökum. Hyggst hann gefa út bók þar sem hann færir rök fyrir því hvers vegna ákveðin orð eru léleg ásamt því að stinga upp á nýjum orðum í stað þeirra slæmu.

„Kæru vinir. Ég hef hafið orðasöfnun. Ég er að safna saman íslenskum orðum og hugtökum sem mér finnst léleg eða hrein orðskrípi. Ég er auðvitað þegar komin með góðan lista en leita til ykkar að uppástungum og bið ykkur að henda á mig orðum sem fara í taugarnar á ykkur,“ segir Jón og nefnir hann orðin legslímhimnuflakk og stígvél.

Segir hann orðin mega tengjast öllum sviðum mannlífsins og vonast hann til þess að geta safnað saman heljarinnar orðasafni.

 

Nýjast