Jón bjarnason minnist trausta: „sum­ir verða manni nán­ari en aðrir“

\"\"Trausti Páls­son fædd­ist í gamla torf­bæn­um á Hól­um í Hjalta­dal 5. janú­ar 1931. Hann lést á Sjúkra­hús­inu á Sauðár­króki 20. sept­em­ber 2019. Trausti var sá síðasti sem fæddist í gamla torfbænum á Hólum, sem honum þótti alla tíð vænt um. Trausti vann ýmis trúnaðar og félagsstörf í Hjaltadal og sat um árabil í hreppsnefnd Hólahrepps og var þar einnig oddviti. Þá var hann einnig sparisjóðsstjóri hreppsins. Greint er frá andláti Trausta í Morgunblaðinu.

Trausti kvænt­ist Öldu Björk Kon­ráðsdótt­ur 1. des­em­ber árið 1964. Alda lést 2007, 65 ára að aldri. Trausti og Alda eignuðust þrjú börn. Þau fluttu að Hól­um 1984 og þar starfaði Trausti sem fjósa­meist­ari rík­is­ins og síðar sem um­sjón­ar­maður fast­eigna Hóla­skóla. Á Hól­um bjuggu þau til árs­ins 1999, er þau fluttu að nýju á Sauðár­krók.

Trausti tók að sér ýmis fé­lags- og trúnaðar­störf í Hjalta­dal. Hann sat um ára­bil í hrepps­nefnd Hóla­hrepps og var odd­viti árin 1980-1982 og síðan 1990-1994. Á þess­um tíma stóð hrepp­urinn í stór­ræðum við upp­bygg­ingu hita­veitu á Reykj­um í Hjalta­dal og Hóla­lax var að hefja sína starf­semi. Trausti var jafn­framt virk­ur í starfi Ung­menna­fé­lags­ins Hjalta.

Þá var hann um ell­efu ára skeið spari­sjóðsstjóri Spari­sjóðs Hóla­hrepps, sem þá hafði aðset­ur í for­stofu­her­berg­inu á Lauf­skál­um. Trausti átti einnig sæti í sókn­ar­nefnd Hóla­kirkju, m.a. á þeim tíma þegar end­ur­gerð kirkj­unn­ar stóð yfir.

\"\"Jón Bjarnason fyrrverandi þingmaður og kona hans, Ingibjörg Kolka minnast Trausta í Morgunblaðinu. Þar segir meðal annars:  

„Þegar við Ingi­björg og fjöl­skyld­an flutt­um heim að Hól­um í Hjalta­dal sum­arið 1981 til að taka við skóla­stjórn þar, var Trausti odd­viti Hóla­hrepps. Þá strax urðu sam­starf og sam­skipti okk­ar við þau hjón Öldu, Trausta og fjöl­skyldu mik­il og góð.

Fyr­ir okk­ur sem kom­um ný inn í sam­fé­lag Hjalta­dals var dýr­mætt að eiga svo traust­an mann að, sem Trausti Páls­son var.

Trausti var jú fædd­ur á Hól­um í gamla torf­bæn­um þar. Í Trausta spannst saga og helgi Hólastaðar svo einkar vel sam­an, enda unni hann Hól­um með djúpri virðingu. Þegar þau Trausti og Alda brugðu búi réðst hann til starfa hjá okk­ur á Hól­um. Fyrst sem fjósa­meist­ari en síðan sem staðar­um­sjón­ar­maður.

Það var sama hvar Trausti kom að, ávallt var það prúðmennsk­an, nær­færn­in og hlýj­an sem ein­kenndi öll störf hans. Ég minn­ist hand­taks­ins sem var bæði traust og hlýtt. Börn­in okk­ar Ingi­bjarg­ar áttu svo sann­ar­lega Trausta að nán­um vin. Hve oft var ekki hlaupið og dundað sér í fjós­inu með Trausta. Það voru þeim ógleym­an­leg­ar stund­ir.

Trausti naut mik­ill­ar virðing­ar í sam­fé­lag­inu á Hól­um í Hjalta­dal og héraðinu öllu. Hann var í fyrstu stjórn Hita­veitu Hjalta­dals, odd­viti, formaður sókn­ar­nefnd­ar Hóla­sókn­ar, í kirkju­kórn­um og virk­ur þátt­tak­andi í þeirri end­ur­reisn sem unnið var að á Hól­um á þess­um árum. Að vera staðar­um­sjón­ar­maður á Hól­um var mikið ábyrgðarstarf og verk­efn­in marg­vís­leg. Var þá ekki alltaf spurt um hvort það var nótt eða dag­ur. Það var gott að eiga þau hjón­in Öldu og Trausta að samstarfsfólki og vin­um.

Við Ingi­björg og fjöl­skyld­an þökk­um Trausta Páls­syni fyr­ir sam­ferðina, vinátt­una og þær mörgu góðu stund­ir sem við átt­um sam­an á Hól­um og ætíð síðan. Það er nú svo að sum­ir verða manni nán­ari en aðrir og þarf ekki alltaf orðin til staðfesta það.

Blessuð sé minn­ing góðs vin­ar og fé­laga, Trausta Páls­son­ar. Guð gefi landi voru marga slíka.“