Jesú bað ekki um hús í nafni skoðana sinna: á sama tíma deyr barn á tíu mínútna fresti í jemen

„Hvort hefði verið meira í anda frelsarans? Ég hef samúð með þeim sem syrgja þak og turnspíru Notre Dame í París, og dáist í hvívetna að þeim milljarðamæringum sem þegar hafa lofað 500 milljónum evra til endurbyggingar. Á sama tíma deyr barn á tíu mínútna fresti í Jemen, barn sem hefði verið hægt að bjarga með næringu og læknishjálp.“

Þetta segir Hrafn Jökulsson, rithöfundur og forseti Hróksins á Facebook. Hrafn kveðst hafa fengið tíu í biblíusögum þegar hann stundaði nám í Hagaskóla. Hrafn segir að lokum:

„ ... og sver fyrir að Jesú hafi nokkru sinni beðið um hús í nafni skoðana sinna. Hann var hinsvegar fyrsti málsvari barna sem sagan greinir frá, svo ég viti. Þessvegna vil ég vekja athygli ykkar á Fatimusjóði móður minnar heitinnar, sem safnar í þágu hrjáðra barna.“

Reikningsnúmer: 0512-04-250461
Kennitala: 680808-0580