Jarðhitarannsóknir

Kynningarfundur um nýtt samstarfsverkefni á sviði jarðhitarannasókna var haldið í gær. Markmiðið er að styðja við og hraða framþróun jarðhitanýtingar innan þátttökulandanna. Að þessu samstarfi standa ESB og þrettán Evrópulönd. Ísland tekur þátt. Orkustofnun fer fyrir verkefninu fyrir hönd Íslands. Ein milljón evra er lögð í sjóð verkefnisins en sjóðurinn telur um þrjátíu milljónir evra. Guðni A. Jóhannesson orkumálastjóri segir að ein til tvær milljónir evra skili sér til baka. Umfjöllun er um þetta mál í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar www.orkustofnun.is og www.mbl.is