Íslenskar vændiskonur fyrirfara sér

„Skaðlegustu áhrif kynferðisofbeldi eru vændi og sjálfsvíg – og mjög oft bæði“, segir Eva Dís Þórðardóttir í samtali við Lindu Blöndal á nýjustu Þjóðbraut sem endursýnd var núna um helgina. Hún segir frá því hvernig hún gat selt líkama sinn fyrir peninga og þolað það en Eva bjó með ofbeldisfullum manni og seldi sig þegar hún bjó í Danmörku á árum áður. 

Eva, sem er leiðbeinandi hjá Stígamótum stóð upp á opnum fundi í Ráðhúsinu og kynnti sig sem fyrrverandi vændiskonu. Fjallað var um skipulagða glæpastarfsemi, mansal og vændi á opnum fundi í ráðhúsinu fyrr í mánuðinum. Orðið var gefið laust og Eva Dís stóð þá upp til að vekja athygli á stöðu íslenskra vændiskvenna sem eru ekki endilega fórnarlömb mansals.

Þátturinn er sem fyrr segir endursýndur rum helgina og er einnig aðgengilegur á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.

Þjóðbraut er á dagskrá á milli 21 og 22 og svo endursýnd og á flakkinu.