Íslenskar klappstýrur

Íslensku klappstýrurnar \"Valkyrjur\" hafa verið að hvetja íslenska ruðningsliðið til dáða í hálfleik ruðnings. 

Snædís Snorradóttir fór á æfingu hjá stúlkunum sem æfa fjórum sinnum í viku enda um gríðarlega erfiðar æfingar að ræða. Stúlkurnar lyfta hvor annarri hátt, kasta svo og grípa í körfu. Þetta krefst gríðarlegrar samhæfinga, styrks og þors.

Snædís hittir Ósk sem stofnaði Valkyrjur fyrir örfáum árum og eru þær eina klappstýruliðið á Íslandi.

Sjón er sögu ríkari.