“íslenskan þjálfara” segir sölvi tryggva

Smá innlegg í umræðuna um næsta landsliðsþjálfara Íslands. Eftir að hafa verið innanbúðar með þessu liði í 2 ár og setið hér um bil hvern einasta liðsfund og verið innan um liðið alltaf þegar það hittist er í mínum huga eitt sem ekki má gerast. Að ráða í starfið gæja með of stórt egó sem ætlar að fara að sýna okkur hvernig á að vinna eftir hans höfði.

Þetta er líklega orðið ,,rútíneraðasta\" landslið heims, þar sem kjarninn hefur spilað saman í fleiri ár. Án vafa einnig eitt af þeim 5 sterkustu þegar kemur að leikskipulagi, þar sem hver einasti maður þekkir sitt hlutverk 100%. Mikið af lykil-leikmönnum eru enn á besta aldri og það er ekkert sem segir að ,,moment-ið\" okkar geti ekki haldið áfram í einhver ár í viðbót. Vísasta leiðin til að rjúfa það væri að fá inn stórt nafn sem gefur aldrei afslátt af sínum hugmyndum.

Að ráða Van Gal eða Allardyce væri algjörlega galið. Það væri kamikakaze að fá inn gæja sem finnst hann vera að gera Íslendingum greiða með því að þiggja lægri laun en hann er vanur og er stærri en starfið.


Sterkur taktíker sem er tilbúinn að ganga inn í hlutverkið sem liðsstjóri yfir leikmönnum sem hægt er að treysta 1000% fyrir að vinna vinnuna sína er það sterkasta í stöðunni. Treysta liðsheildinni fyrir því að halda áfram að vinna eins og hún hefur gert hingað til.