Íslensk kona á flótta á kanarí

„Maður sér svona í sjónvarpinu öðruhverju, en það er allt annað að upplifa þetta sjálf.“

Þetta segir Elín Ágústsdóttir Finnbogadóttir en hún er búsett á Gran Canaria. Hún greinir frá því í samtali við mbl.is að hún hafi verið vakin af spænskum eiginmanni sínum um klukkan tvö í fyrrinótt. Þá geisuðu miklir skógareldar og þurfti að aðstoða um þúsund íbúa á eyjunni að forða sér. Eiginmaður Elínar hefur aldrei upplifað annað eins og aldrei þurft að yfirgefa heimilið vegna skógarelda.

Elín og eiginmaður hennar voru í eins konar sumarbústaði sem staðsettur er í hellum í fjalllendi eyjunnar. Þau voru stödd þar þegar þau urðu að leggja á flótta. Greinir Elín frá því að hún hafi neyðst til að skilja tvo ketti eftir, en tekið einn með sér.

„Ég bara fann þá ekki þegar allt var að gerast, en ég tókaðalprinsinn með mér. [...] Þeir eru vanir að vera útigang-andi, þannig að ég er að vona allt það besta.“