Íslendingur svikinn um stórfé á tenerife

Íslensk­ur maður sem var svik­inn um 1,4 millj­ón­ir króna á Teneri­fe árið 2015 sak­ar Ari­on banka og Valitor um al­var­lega van­rækslu. Fyr­ir­tæk­in vildu ekk­ert fyr­ir hann gera þrátt fyr­ir að upp kæm­ist að um skipu­lagða glæp­a­starf­semi væri að ræða sem hefði svikið 1,5 millj­ón­ir evra af um þúsund ferðamönn­um.

Þetta kemur fram í Morgublaðinu í dag, en þar er hann ómyrkur í máli í garð téðra fyrirtækja: \"Í Ari­on banka á ég reikn­ing sem ég stofnaði fyr­ir fjöru­tíu árum í Búnaðarbank­an­um. Ég er bú­inn að eiga við þá far­sæl viðskipti og hef alltaf staðið við mitt. Svo kem­ur upp eitt til­felli og mér er stillt upp eins og ein­hverj­um fjár­glæframanni,“ seg­ir Þor­vald­ur Ingi Jóns­son, en mál hans gegn Ari­on banka var tekið fyr­ir í Hæsta­rétti á miðviku­dag. Í apríl á síðasta ári dæmdi Héraðsdóm­ur Reykja­vík­ur Ari­on banka til þess að fella niður kred­it­korta­færsl­ur Þor­vald­ar og þáver­andi konu hans sem lent höfðu í svik­um við kaup á spjald­tölvu á Teneri­fe árið 2015. Greiðslurn­ar sem um ræðir nema um 1,4 millj­ón­um ís­lenskra króna.

Málið var tekið fyr­ir í Hæsta­rétti á miðviku­dag, en Ari­on banki áfrýjaði dómi Héraðsdóms Reykja­vík­ur þess efn­is að bank­an­um bæri að fella niður færsl­ur af korti manns­ins: \"Þetta eru sár mál og það er mjög erfitt að þeir skuli ganga fram með þess­um hætti, gefa ekki tommu eft­ir og hafa ekki sýnt neina burði til að verja viðskiptaum­hverfi sitt,“ seg­ir Þor­vald­ur Ingi Jóns­son, þolandi í máli þessu, við Morgunblaðið, en vefur þess, mbl.is hefur fjallað ítarlega um niðurstöðu dómsins sem hægt er að lesa nánar um hér.