Ísland komst áfram - glæsileg frammistaða hjá hatara

Hatari steig á svið í Ísrael í kvöld og tryggði sveitin Íslandi þáttutökurétt í lokakeppninni sem fram fer á Laugardaginn næstkomandi. Frammistaða sveitarinnar var vægast sagt glæsileg. Hlutu þau mikið lof á samfélagsmiðlum og margir sem fengu gæsahúð á meðan flutningi lagsins stóð.

Tíu lög komust áfram í kvöld og er þetta í fyrsta skipti í fimm ár sem Ísland á fulltrúa í lokakeppni Eurovision.

Hringbraut óskar Hatara og þjóðinni allri innilega til hamingju með árangurinn.

Hér fyrir neðan má horfa á Hatara þegar þau stigu á svið í kvöld, aftur og aftur og aftur: