Ísland gagnrýnt

Sarah Palin fyrrverandi ríkisstjóri Alaskaríkis í Bandaríkjnum og fyrrum varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins gagnrýndi Ísland fyrir greiningu á fóstrum sem hafa Downs heilkenni.

Þessi greining hefur leitt til þess að fá börn með Downs-heilkenni fæðast nú á Íslandi. Sarah Palin á sjálf átta ára gamlan son með Downs-heilkenni. Hún sagði í viðtalinu við FOX NEWS að þessu mætti líkja við stjórnarhætti þýskar nasista á fjóðra og fimmta áratug síðustu aldra.  

Áður hafði Ted Cruz einn af áhrifmiklum öldungardeildarþingmönnum á Bandaríkjaþingi sagst vera í uppnámi vegna umfjöllunar um þetta mál í fréttaskýringaþætti á bandarísku sjónvarpstöðinni CBS.

Skimun og eyðing á fóstrum með Downs-heilkennið eru hvergi eins víðtækar og hér á landi að því er fram kemur í fréttum RÚV á síðasta ári.

Fóstureyðingar hafa verið löglegar á Íslandi við sérstakar aðstæður frá 11. júni árið 1975 en þá tóku gildi lög um barneignir. Á Íslandi eru margar fóstueyðingar framkvæmdar. Mikið er deilt um réttmæti fóstureyðinga.   

Haft er eftir Kára Stefánssyni lækni og forstjóra Íslenskrar erfðagreiningar að ekkert sé að því að vilja eignast heilbrigð börn. En hversu langt fólk vill ganga til að ná því markmiði er miklu flóknari ákvörðun.

Árið 2000 voru fóstureyðingar á Íslandi 987 en árið 2015 voru þær 921. Flestar fóstureyðingar eru gerðar á íslenskum konum á aldrinum 25 - 29 ára. Lengst af höfðu flestar fóstureyðingar verið meðal kvenna á aldrinum 20 - 24 ára.

Aldrei hafa fleiri íslenskar konur farið í fóstueyðingar en árið 2016 eða 1021 kona. Þetta er í fyrsta sinn sem heildarfjöldi fóstureyðinga hér á landi fer yfir þúsund. Þetta merkir að um 0,6% íslenskra kvenna létu eyða fóstri í fyrra.

 

 

Nánar www.ruv.is  www.landlaeknir.is