Ísland fær nánast fullkomna einkunn

Rétt um 96 prósent aðspurðra erlenda ferðamanna segja að Íslandsferðin hafi staðist væntingar og tæp 90 prósent þeirra segja líklegt að þeir muni koma aftur.

Þetta kemur fram í niðurstöðum í nýútkominni könnun meðal erlendra ferðamanna sem Maskína sá um að framkvæma fyrir Ferðamálastofu. Niðurstöður úr svörum þeirra gesta sem heimsóttu landið á tímabilinu október 2015 til maí 2016 liggja nú fyrir og síðar á árinu verða birtar niðurstöður úr svörum sumargesta 2016. Könnunin kemur í framhaldi af könnun sem gerð var fyrir sama tímabil fyrir tveimur árum

Meðal ánægjulegustu niðurstaðna er að gestir til landsins eru líkt og áður einkar sáttir við heimsóknina. Íslandsferðin stóðst þannig væntingar 95,9% svarenda sem er álíka hlutfall og í síðustu vetrarkönnun en þá var hlutfallið 95,4%. Tæp 90% töldu líklegt að þau myndu ferðast aftur til Íslands, sem er talsvert hærra hlutfall en fyrir tveimur árum (83,3%).