Ísak ernir nýr stjórnarformaður kadeco

Ísak Ernir Kristinsson, körfuboltadómari og flugþjónn, hefur verið skipaður stjórnarformaður hjá þróunarfélaginu Kadeco af Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra. Stundin greinir frá.

Ísak tekur við stjórnarformennskunni af Georgi Brynjarssyni hagfræðingi sem var skipaður formaður stjórnar árið 2017 þegar Benedikt Jóhannesson tók við lyklunum að fjármálaráðuneytinu. Georg var einn af stofnendum Viðreisnar. Sagði Benedikt að til stæði að leggja starfsemi Kadeco niður hvað varðaði sölu eigna, þær væru svo til allar seldar.

Sigurður Kári Kristjánsson, lögmaður og Sjálfstæðismaður, var skipaður formaður stjórnar árið 2014 af Árna Sigfússyni, þáverandi bæjarstjóra í Reykjanesbæ. Mánaðarlaun stjórnarformanns Kadeco hafa verði 270 þúsund krónur undanfarin ár. 

http://www.visir.is/g/2018180709885/isak-ernir-nyr-stjornarformadur-kadeco