Íris leiðir nýjan lista í Eyjum

Senn líður að sveitarstjórnarkosningum:

Íris leiðir nýjan lista í Eyjum

Íris Róbertsdóttir, fyrrum varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins, hefur samþykkt að leiða nýjan bæjarmálalista í Vestmannaeyjum. Þetta kom fram á Facebook síðu hennar í gærkvöldi.

„Ég hef ákveðið að verða við þeirri áskorun að gefa kost á mér til að leiða nýjan framboðslista hér í Vestmannaeyjum í sveitarstjórnarkosningunum í næsta mánuði. Ég er stolt og þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt með þessari áskorun. Þessa ákvörðun hef ég tilkynnt forsvarsmönnum hins nýja bæjarmálafélags – Fyrir Heimaey.“

 

Nýjast