Hann fer villur vegar

Bendikt Jóhannesson fjármálaráðherra hefur áhyggjur af því að styrking krónunnar sé farin að hafa slæm áhrif á atvinnugreinar.

Samt áformar Bendikt Jóhannesson að hækka virðisaukskatt á fyrirtæki í ferðaþjónustunni. Umsögn um þess áform hans er að finna í Viðskiptablaðinu.  

Blaðið segir að Bendikt bendi réttilega á að styrking krónunnar hafi slæm áhrif á rekstur fyrirtækja á Íslandi og þá einkum útgerðarfyrirtækja og iðnfyrirtækja í útflutningi - að ógleymdri ferðaþjónustunni.

Hvernig getur það staðist að sami ráðherra segist hafa áhyggjur af áhrifum styrkingar krónunnar á ferðaþjónustuna  -  væntanlega vegna þess að sterkari króna gerir Ísland dýrara fyrir erlenda ferðamenn heim að sækja  -  en ætlar á sama tíma að hækka virðisuakskattinn á sömu atvinnugrein úr 11% í 22,5%.

Blaðið segir að Bendikt Jóhannesson fjármálaráðherra geri sér ekki grein fyrir því að innstreymi gjaldeyris er ekki frá vogunarsjóðum í vaxtamunaviðskiptum heldur frá  ferðamönnum.

Hugmyndin að baki skattahækkuninni er því fráleit segir blaðið. 

rtá

Nánar www.vb.is