Breki í Neytendaslaginn

Neytendasamtökin

Breki í Neytendaslaginn

Breki Karlsson
Breki Karlsson

Breki Karlsson, forstöðumaður Stofnunar um fjármálalæsi, hefur gefið kost á sér sem formaður Neytendasamtakanna. Heldur dauft hefur verið yfir NS undanfarið. Jóhannes Gunnarsson var formaður samtakanna nær óslitið frá árinu 1984, en lét af störfum árið 2016. Ólafur Arnarsson var kjörinn formaður NS í kjölfarið, en nokkur ófriður einkenndi stjórnartíð hans, sem lauk með hvelli 10. júlí í fyrra.

Í fréttatilkynningu frá Breka Karlssyni segir hann meðal annars neytendamál vera lýðheilsu- og samfélagsmál. Hann segir neytendamál engin einkamál og vill fjölga félagsmönnum í samtökunum. Íslenskir neytendur þurfi að standa saman og veita stjórnvöldum og fyrirtækjum virkt aðhald. Nái Breki kjöri mun hann m.a. „leggja áherslu á vitundavakningu fólks um þann mikla ávinning sem fylgir því að vera virkir og meðvitaðir neytendur sem læsir eru á þá valkosti sem samfélagið býður upp á í dag.“

 

Nýjast