Innkalla fæðubótarefni - Getur valdið taugaskaða

Innkalla fæðubótarefni - Getur valdið taugaskaða

Aðföng hafa, í samráði við matvælaeftirlit Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, innkallað fæðubótarefnið Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar, vegna þess að magn B6 vítamíns í ráðlögðum daglegum neysluskammti fæðubótarefnisins fer yfir efri þol-/öryggismörk sem ákvörðuð eru af vísindanefndum Matvælaöryggisstofnunar Evrópu (EFSA).  Ráðlagður daglegur neysluskammtur fyrir fæðubótarefnið er 1-2 töflur á dag en í einni töflu eru 15 mg af B6 vítamíni.  Samkvæmt áliti vísindanefnda EFSA eru efri þol-/öryggismörk fyrir B6 vítamín 25 mg á dag fyrir fullorðna.

Samkvæmt Lyfjastofnun Evrópu getur ofneysla til lengri tíma á B6 vítamíni getur meðal annars leitt til taugaskaða, viðkvæmni fyrir sólarljósi, brjóstsviða og ógleði. Viðskiptavinum sem keypt hafa fæðubótarefnið Nutra B Sterkar – B vítamín extra sterkar er bent á að neyta þess ekki og farga en einnig er hægt að skila því í versluninni þar sem það var keypt gegn fullri endurgreiðslu.

Nýjast