Innistæðulaust höfrungahlaup elítunnar

Enn hefur ekki náðst að klára samn­inga við ljós­mæður í land­inu. Samn­inga­nefndir rík­is­ins og ljós­mæðra hafa reynt án árang­urs að ná saman og fátt bendir til ann­ars en að þessi samn­inga­lota muni skilja eftir sig sár sem ekki verður auð­velt að búa um þannig að þau grói vel. 

Við­kvæm staða er á vinnu­mark­aði, enda hefur almenn­ingur í land­inu horft upp á höfr­unga­hlaup elít­unnar hjá rík­inu allt frá því að laun ráða­manna í land­inu voru hækkuð um tugi pró­senta á kjör­dag 2016, og laun lækna um tugi pró­senta skömmu áður. 

For­seti Íslands, Guðni Th. Jóhann­es­son, las stöð­una strax hár­rétt á kjör­dag í lok októ­ber 2016 og afsal­aði sér hækk­un­inni, og setti með því þrýst­ing á ráða­menn lands­ins á Alþingi að gera slíkt hið sama.

Nánar á kjarninn.is

https://kjarninn.is/skodun/2018-07-15-innistaedulaust-hofrungahlaup-elitunnar/