Inni eða úti?

Fyrir skömmu ákváðu ríkisoddvitar ESB að sambandið gæti fallist á að önnur lota viðræðna um útgöngu Stóra-Bretlands úr ESB (Brexit) gæti farið fram. 

Þessi ákvörðun er því áfangasigur fyrir bæði ESB og fyrir Breta. Hvort önnur lota skilar nokkur kemur í ljós á þessu ári og því næsta.

Ákvörðunin kann að styrkja samningsstöðu Theresa May forsætisráðherra í væntanlegum umræðum um Brexit í neðri málstofu breska þingsins.

Bretar - eins og Íslendingar - eru fyrst og fremst hrifnir af fríverslun og áhugasamir um aðra efnahagslega þætti ESB samvinnunnnar. 

En eru ekkert hrifnir af hinum yfirþjóðlegu þáttum.  Þáttum sem Frakkar og Þjóðverjar aðhyllast svo ákaft. 

Einkum hafa Bretar horn í síðu sameinginlegrar landbúnaðarstefnu og fiskveiðistefnu ESB.

Nú þarf Ísland að gera bæði Brexit stöðumat og Brexit framvindumat út frá blákáköldum hagsmunum því Ísland er illu heilli of háð Bretum um utanríkisviðskipti.

Slíkt mat þarf að vera laust við þann velluskap og þá væmni og kveifarskap sem um of einkennir skálaræður íslenskra ráðamanna um Breta og glannaleg Brexit áform þeirra. 

[email protected]