Ingólfsvaka

Ingólfsvaka er sannkölluð tónlistarveisla sem haldin er í Leiknishúsinu í Austurbergi.

Hátíðin er haldin með því að markmiði að berjast gegn sjálfsvígum á Íslandi. 

Félagasamböndin á bak við hátíðina voru stofnuð eftir fráfall Ingólfs Bjarna sem féll fyrir eigin hendi fyrir um ári síðan. Ingólfur var aðeins 28 ára gamall tónlistarmaður og að sögn vina hans sem stofna félagið, yndislegur vinur. 

\"\"

\"Við höfum fengið mjög marga efnilega tónlistar- og skemmtikrafta okkur til liðs. Má þar á meðal nefna Jóhann og Berg Ebb úr Mið-Ísland, Babies flokkinn, Teit Magnússon og Quest. Við verðum með fjölskyldudagskrá yfir daginn og vægast sagt margt á boðstólnum. Þar má nefna trúð, tónlist, veitingar, andlitsmálningu og margt fleira.\" 

Segir Leifur Guðlaugsson í fréttatilkynningu. 

 **Snædís**