Ingimundur hættir í forstjórastól

Vb.is greinir frá

Ingimundur hættir í forstjórastól

Á aðalfundi Íslandspósts fyrr í dag tilkynnti Ingimundur Sigurpálsson að hann hefði ákveðið að segja starfi sínu lausu sem forstjóri fyrirtækisins eftir rúmlega fjórtán ára starf. Eins ogViðskiptablaðið sagði frá fyrir skömmu hafa árslaun Ingibundar hækkað úr 14 í 25 milljónir á þremur árum, sem er um 78% hækkun á tímabilinu.

Ingimundur nefndi mikla umfjöllun um laun sín og annarra ríkisforstjóra í kringum kjaraviðræðurnar sem nú standa yfir þó ekki í yfirlýsingu sinni um ástæðu þess að hann væri að hætta heldur að miklar breytingar væru óhjákvæmilega framundan á fyrirkomulagi póstþjónustunnar með gildistöku nýrra laga um póstþjónustu, sem áformað væri að taki gildi í ársbyrjun 2020.

Nánar á

http://www.vb.is/frettir/ingimundur-haettir-i-forstjorastol/153316/

Nýjast