Ingibjörg verður stærsti hluthafinn í Skeljungi

Ingibjörg verður stærsti hluthafinn í Skeljungi

Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir er nú með rúmlega tíu prósent hlut í Skeljungi. Ingibjörg keypti hlutinn í gegnum félag sitt, 365 miðla, sem rekur Fréttablaðið. Frá þessu er greint á vef Fréttablaðsins. 365 miðlar eru þar með orðnir stærsti hluthafi fyrirtækisins.

Lífeyrissjóðurinn Gildi er síðan næst stærsti hluthafinn með 9,2 prósenta hlut. Markaðsvirði hlutar 365 miðla nemur um 1,7 milljarði króna. 

Nýjast