Ingibjörg pálma fjárfestir í gamla fjölskyldudjásninu

Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, er á meðal gesta hjá Jóni G. í kvöld. Þeir ræða meðal annars áhættumat stjórnvalda á stöðu atvinnulífsins komi til frekari skakkafalla í fluginu en Primera air varð gjaldþrota á dögunum og WOW air er ennþá ekki komið fyrir vind hvað eiginfjárstöðu snertir. HB Grandi hefur sett kaupin á Ögurvík til hliðar í bili eftir að lífeyrissjóðurinn Gildi vildi kanna kaupin frekar. Hvað vakir fyrir svissneska fjárfestingafélaginu Disruptive Capital Finance með kaupnum í HS Orku? Sigurður Pálmi Sigurbjörnsson er kaupandinn að þremur verslunum Bónus sem Hagar verða að selja vegna kaupanna á Olís. Og síðast en ekki síst ræða þeir kaup Ingibjargar Pálmadóttur í 365 á um 2ja milljarða hlut í Högum á dögunum eftir að hún seldi hlut 365 í Sýn hf. Ekki fer á milli mála að þau hjón, Ingibjörg og Jón Ásgeir, sækja í gamla fjölskyldudjásnið; Bónus og Haga. En þeir feðgar Jóhannes Jónsson og Jón Ásgeir stofnuðu Bónus fyrir bráðum 30 árum og Jón Ásgeir stóð að stofnun verslunarrisans Haga fyrir rúmum tuttugu árum.