Ingvi Hrafn: Orkupakkaumræðan stormur í vatnsglasi

Ritstjórarnir í gærkvöld eru hoknir af fjölmiðlareynslu:

Ingvi Hrafn: Orkupakkaumræðan stormur í vatnsglasi

Það var látið vaða á súðum í Ritstjórunum í fréttaþættinum 21 á Hringbraut í gærkvöld, enda kanónur sem settust hjá Sigmundi Erni, fjölmiðlajaxlarnir Einar Karl Haraldsson og Ingvi Hrafn Jónsson.

Og þeir reyndust ekki svo ósammála, telja frelsi konunnar mikilsverðast í þungunarrofsumræðunni og segja óttann gagnvart þriðja orkupakkanum vera ástæðulausan og málið sjálf vera storm í vatnsglasi - og glórulaust sé, segir Ingvi Hrafn að Miðsflokksmenn hengi sig á þetta mál, eða Davíð Oddsson sem sé úti á túni, sá gamli stjórnmálaskörungur.

Og þeir mæra báðir stjórnina; Einar Karl segir marga ráðherra hennar hafa vaxið mjög í starfi og láti ekkert hagga sér, fari ekki á taugum í mikilvægum málum - og Ingvi Hrafn segir Katrínu Jakobsdóttur vera himnasendingu fyrir samfélagið allt, hún fái alla í lið með sér, bræði jafnvel hörðustu fréttamenn og standi örugg á milli íhaldsjálkanna sem húki spakir við hlið hennar.

Ritstjórarnir eru endursýndir í dag, en eru einnig sjáanlegir á vefnum hringbraut.is undir flipanum sjónvarp.

 

 

 

Nýjast