Inga Hrönn á barmi offitu samkvæmt útreikningum: „Það gerir mig brjálaða ...“

Inga Hrönn Ásgeirsdóttir er einkaþjálfari sem er í virkilega góðu formi. Hún hefur tekið þátt í fitness mótum og lifir heilsusamlegu lífi.

Í morgun fékk Inga Hrönn póst frá skóla sonar síns þar sem henni var tilkynnt að hann yrði vigtaður og hæðamældur í vikunni. Ákvað hún þá í kjölfarið að kanna stöðu sína á svokölluðum BMI stuðli sem gjarnan er notaður innan heilbrigðiskerfisins til þess að reikna út hvort fólk sé í kjörþyngd, ofþyngd eða of létt.

BMI stuðullinn hefur oft sætt mikilli gagnrýni meðal fólks og segja margir hann ómarktækan fyrir einstaklinga.

„Ég er sjálf svo á móti þessum stuðli, það gerir mig brjálaða að hugsa til þess að þetta sé notað í heilbrigðiskerfinu,“ segir Inga Hrönn í samtali við Hringbraut.

„Nú er ég extremly langt í „hina“ áttina. Ætlaði að keppa á fitness móti núna eftir tíu daga og telst því alls ekki í „normal“ líkamsástandi en samt er ég nær obesity hliðinni heldur en í hina áttina.“

Inga Hrönn ákvað að skrá hæð og þyngd sína inn í BMI kerfi sem reiknaði út að hún væri nálægt því að vera í ofþyngd. Þá ákvað Inga Hrönn að deila mynd af útreikningnum ásamt ástandi líkama hennar einmitt núna.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd er nokkkuð ljóst að erfitt er að taka mark á útreikningum BMI stuðulsins: