Linda pé tek­ur við miss world á íslandi

30 ár eru síðan Linda var krýnd Ung­frú heim­ur en nú hef­ur hún tekið að sér að sjá um keppn­ina hér heima. Búið er að velja full­trúa Íslands í keppn­inni en hún heit­ir Erla Al­ex­andra Ólafs­dótt­ir. 

Fyrsta verk Lindu var að velja verðugan full­trúa Íslands til þess að taka þátt í keppn­inni í ár en keppn­in verður hald­in í Kína þann 9. des­em­ber. 

„Erla Al­ex­andra hef­ur einu sinni áður tekið þátt í feg­urðarsam­keppni en hún á ekki langt að sækja feg­urðina því hún er dótt­ir Guðrún­ar Möller fyrr­ver­andi feg­urðardrottn­ing­ar. Erla Al­ex­andra er 24 ára og stund­ar nám við lög­fræði í HR og hef­ur meðal ann­ars unnið við sjálf­boðastörf með börn­um í Afr­íku,“ seg­ir Linda.

Hún seg­ir að þær tvær séu í mik­illi und­ir­bún­ings­vinnu þessa dag­ana. 

Nánar á 

https://www.mbl.is/smartland/stars/2018/10/10/linda_pe_tekur_vid_miss_world_a_islandi/