Íhugar arðgreiðslur í stað veggjalda

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, veltir því fyrir sér hvort arðgreiðslur Landsvirkjunar séu skynsamlegri leið til að fjármagna vegakerfið næstu 4-5 árin í stað veggjalda. Þetta sagði hann í viðtali í útvarpsþættinum Sprengisandi á Bylgjunni í gær. Kjarninn greinir frá.

Arðgreiðslurnar hafa verið hugsaðar fyrir svokallaðan Þjóðarsjóð en Sigurður Ingi segir um þetta: „Við vitum að arð­greiðslur eru að koma frá­ Lands­virkj­un, ekki síst á næstu árum. Við höfum verið að ræða það að setja það í Þjóð­ar­sjóð. Er kannski skyn­sam­legra að nota það í ein­hver ár við upp­bygg­ingu vega­kerf­is­ins? Er það meiri ávinn­ingur fólg­inn í því og gera svo eitt­hvað í þess­ari gjald­töku í 4-5 ár?“

Sigurður Ingi segir enga ákvörðun ennþá hafa verið tekna um upptöku veggjalda. Samgönguáætlun til næstu 15 ára var afgreidd úr umhverfis- og samgöngunefnd í lok janúar. Sigurður Ingi mun fylgja málinu eftir með frumvarpi á vorþingi. Eftir það þurfi Alþingi að endurútfæra samgönguáætlunina á haustþingi.