Idris elba í aðalhlutverki myndar baltasars

Enski leikarinn Idris Elba mun fara með aðalhlutverkið í nýjustu kvikmynd Baltasars Kormáks, Deeper. Tökur munu fara fram að öllu leyti hér á landi og  hefjast í maí á þessu ári. Mbl.is greinir frá.

Í samtali við Mbl.is segir Baltasar að hann hafi ólmur viljað fá Elba í hlutverkið. Fyrst hafi ekki verið útlit fyrir að það myndi ganga eftir en eftir að Baltasar lét færa tökurnar hafi allt smollið saman. „Stúd­íóið var ein­mitt að tala um það í gær hvað það væri ánægt með að ég hefði ýtt svona á þetta, hann er svo fun­heit­ur núna, karl­inn. Ég vildi fá ein­hvern með mikla per­sónutöfra því hann held­ur eig­in­lega uppi mynd­inni.“

Hann segir að tökur myndarinnar muni fara fram í nýju myndveri framleiðslufyrirtækis Baltasars, RVK Studios, í Gufunesi, og á hafi úti, líklega í Faxaflóa. „Þetta verður senni­lega fyrsta stóra mynd­in sem verður tek­in öll upp á Íslandi. Stúd­íóið býður upp á þenn­an mögu­leika,“

Hann segir það hafa verið að draum að reisa stúdíóið í Gufunesi og að geta komið með verkefni til Íslands og unnið það hér. Nú styttist í að sá draumur rætist. Fjöldi Íslendinga munu koma að gerð myndarinnar.

Deeper fjallar um fyrrverandi geimfara sem ræður sig í háskafullt verkefni, að kafa niður á mesta dýpi sjávar. Myndinni er lýst sem yfirskilvitlegri spennumynd þar sem óvæntir atburðir muni eiga sér stað.