Í þætti jóns g. í kvöld: spennandi náttúruskoðun í þyrlu með norðurflugi

Birgir Ómar Haraldsson, framkvæmdastjóri Norðurflugs, er gestur Jóns G. í kvöld. Norðurflug er stærsta fyrirtækið hér á landi í þyrluflugi en sá markaður veltir rúmlega 1 milljarðarði króna. Fram hefur komið í fréttum að undanförnu að svonefnd upplifunarfyritæki í ferðaþjónustunni finna fyrir svolitlum samdrætti það sem af er árs.

Þeir Birgir Ómar og Jón G. koma víða við varðandi þyrluflug með ferðamenn. En fólk ætti ekki síður að horfa á þáttinn til að fara í spennandi náttúruskoðun því sýnd eru nokkur spennandi myndbrot úr þyrluflugi með Norðurflugi.

Viðskipti með Jóni G. eru kl. 20:30 á Hringbraut í kvöld og eftir það á tveggja tíma fresti næsta sólarhringinn - og auðvitað í tímaflakki líka.

Viðtalið við Birgi má nálgast hér: