Í styrj­öld við þá stétt sem all­ir dá mest

Össur Skarp­héðins­son, fyrr­ver­andi þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar og ut­an­rík­is­ráðherra, seg­ir „full­veld­is­fárið“ snú­ast um „dansk­an gest sem segi ís­lensk­um þing­mönn­um að þeir séu dón­ar og eigi við kynþroska­vanda að stríða“.

Össur skrif­ar um málið í knöpp­um texta á Face­book í morg­un. Þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, Helga Vala Helga­dótt­ir, yf­ir­gaf hátíðar­fund Alþing­is á Þing­völl­um á miðviku­dag er Pia Kjærs­ga­ard, for­seti danska þings­ins og stofn­andi Danska þjóðarflokks­ins, hóf ræðu sína. Hún fór einnig út er Kjærs­ga­ard flutti ræðu við hátíðar­kvöld­verð á Hót­el Sögu í fyrra­dag. Pírat­ar sniðgengu hátíðar­fund­inn á Þing­völl­um vegna komu henn­ar.

Nánar á

https://www.mbl.is/frettir/innlent/2018/07/20/i_styrjold_vid_tha_stett_sem_allir_da_mest/