Hver er þessi maður?

Fjármálaráðherra Stóra-Bretlands Philip Hammond liggur undir grun um að hafa augastað á embætti forsætisráðherrans. Philip hefur víðtæka reynslu og er auk þess á best aldri - aðeins 61 árs. Er hann að brugga Thresa May launráð spyrja breskir fjölmiðlar.

Stjórnmálaskýrendur sem skrifa fyrir bresku dagblöðin the Times og the Sunday Times telja sig sjá þess merki að Philip Hammond og annar ráðherra David Davis sem fer með Brexit samningaviðræðurnar við ESB sem aðalsamningamaður bresku ríkisstjórnarinnar séu að véla saman um að hrekja Theresa May úr bæði embætti leiðtoga Íhaldsflokksins og embætti forsætisráðherra.

Þetta munu þeir Philip og David vilja að hendi sem allra fyrst og ekki síðar en skömmu fyrir flokksþing Íhaldsflokksins nk. október. Philip yrði leiðtogi og forsætisráðherra en hann yrði samt að lofa að láta eftir þau embætti bæði ekki seinna en árið 2019 en þá eiga Bretar að vera gengnir út úr ESB.

Ekki fæst þetta staðfest af innanbúðarfólki í bresku ríkisstjórninni. Stjórnmálaskýrendur færa samt þau tíðindi að þetta sé það sem í vændum er.

rtá

Nánar www.telegraph.co.uk