Hver á makrílinn?

Fréttaskýring um makrílveiðar í 21 í kvöld:

Hver á makrílinn?

Hringbraut sýnir í kvöld fréttaskýringuna Hver á makrílinn? eftir Pétur Einarsson. Þátturinn verður sýndur sem hluti af frétta- og umræðuþættinum 21. Linda Blöndal mun ræða við Pétur um forsögu makrílsins og efni þáttarins fyrir sýningu. 21 hefst klukkan 21:00.

Saga makrílsins hér á landi er merkileg. Hann byrjar á að slæðast með síldinni árið 2005 og árið 2007 er byrjað að veiða hann sérstaklega. Ári síðar, árið 2008, er beðið sérstaklega eftir makrílnum og þá veiðast 100.000 tonn á skömmum tíma. Verð og markaðir voru mjög hagstæðir, sem reyndist mikil lukka, sérstaklega þar sem í hönd fór efnahagskreppa þetta sama ár eins og alkunna er.

Á þessum tíma er Ísland að reyna að ná fram nokkurs konar veiðireynslu og þar með sanna eignar- og veiðirétt sinn gagnvart öðrum þjóðum sem höfðu reynslu af því að veiða makríl, t.d. Noregi og öðrum þjóðum í Evrópusambandinu, þjóðum sem töldu sig eiga fiskstofninn. Á sama tíma eru útgerðir hér á landi í kapphlaupi um að öðlast sem mesta veiðireynslu með það fyrir augum að fá úthlutuðum sem mestum makrílkvóta.

Í kjölfarið kviknuðu spurningar meðal almennings: „Hver á kvótann?“ „Af hverju er verið að afhenda hann útgerðarmönnum?“ Í Hver á makrílinn? er leitast við að svara þessum spurningum.

Meðal viðmælenda eru Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brims, Jón Bjarnason fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, Þorsteinn Sigurðsson, sviðsstjóri uppsjávarsviðs Hafrannsóknastofnunar, Davíð Freyr Jónsson framkvæmdastjóri Aurora Seafood, Unnsteinn Þráinsson skipstjóri og Bryndís Hjálmarsdóttir framkvæmdastjóri.

Missið ekki af einstaklega áhugaverðri fréttaskýringu í 21 í kvöld.

Stikla úr Hver á makrílinn?

Nýjast