Hvalverndarsinnar borgi fyrir að hvalir séu ekki veiddir

Úthluta ætti hvalveiðikvóta varanlega svo hann gangi kaupum og sölum milli útgerða, að mati Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar, prófessors í stjórnmálafræði. Þetta mundi gefa þeim sem eru á móti hvalveiðum tækifæri til að kaupa kvóta án þess að nota hann og borga þannig fyrir að hvalir séu ekki veiddir.

Þetta kemur fram í nýlegu riti Hannesar, „Green Capitalism: How To Protect The Environment By Defining Private Property Rights“. Ritið er gefið út af New Direction, hugveitu evrópskra íhaldsmanna. Margaret Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, var verndari hugveitunnar við stofnun hennar. New Direction er nátengd ACRE, flokki íhaldssamra Evrópusambandsandstæðinga á Evrópuþinginu, sem Sjálfstæðisflokkurinn á aðild að ásamt Réttlætis- og þróunarflokki Recep Tayyip Erdogan Tyrklandsforseta, Sönnum Finnum og breska Íhaldsflokknum meðal annarra.

Nánar á

https://stundin.is/grein/7047/hannes-holmsteinn-hvalverndarsinnar-borgi-fyrir-ad-hvalir-seu-ekki-veiddir/