Hvalveiðar hefjast á ný

Veiðarn­ar hefjast um 10. Júní en meðal forsendna eru rannsóknir á því hvort nýta megi langreyðar­kjöt í járn­ríkt fæðubót­ar­efni fyr­ir fólk sem þjá­ist af blóðleysi. Einnig gelat­ín úr bein­um og hval­spiki til lækn­inga og í mat­væli. Morgunblaðið segir frá í dag.

Ekki hefur verið veitt undanfarin tvö ár vegna erfiðleika í út­flutn­ingi til Jap­ans. Á þeim tíma hefur farið fram vinna í því miði að bæta aðgerðir til efnagreiningar og að vinna nýjar vörur úr afurðum hvalsins. Japansmarkaður dró úr kaupum á kjötinu vegna úreltra aðferða við efnagreininga kjötsins.