Hvaða framtíð eiga bankarnir?

Þátturinn Markaðstorgið hefur göngu sína í kvöld í umsjón Péturs Einarssonar.

Styrmi Þór Bragason markaðsstjóri og einn eigandi Arctic Adventures mætir í upphafi þáttar. Arctic Adventures er elsta og stærsta ævintýraferðaþjónustufyrirtæki landisins með 7 milljarða króna áætlaða veltu á þessu ári. En hvernig má ráða við þennan vöxt ferðaþjónustunnar og hver á að borga fyrir fjárfestingar í innviðum? Hvað gerist ef það verður samdráttur? Pétur ræðir þetta við Styrmi Þór og einnig hver áhrifin eru á markaðinn og krónuna og að lokum almenning? Styrmir Þór var bankastjóri MP Banka og ræðir Pétur við hann söluna í Arion i banka og spyr: Hvað ættum við að gera með bankana?   

Pétur heimsækir Kauphöll Íslands og ræðir þar við Kristrúnu Kristjánsdóttir hagfræðing. Við erum öll tengd beint í gegnum netið en hvað er gert í Kauphöllinni?

Einnig kemur Ingólfur H Ingólfsson félagsfræðing og áður sparnaðarráðgjafa, til þess að ræða um vextina á Íslandi- af hverju þeir eru jafn háir sem raun ber vitni.

Pétur er fyrrverandi forstjóri Straums fjárfestingabanka og höfundur myndarinnar Ransacked sem frumsýnd var í fyrra og fjallar um fjár­mála­hrunið, vogunarsjóði og fleira tengt falli íslenska bankakerfisins. Pétur starfaði áður um langt árabil í alþjóðlegu fjármálaumhverfi.

Þátturinn er á dagskrá á þriðjudögum á milli kl. 20:30 og 21 -  og svo endursýndur.