Hvað vakir fyrir sigurði má jónssyni?

Í vor­hefti Þjóð­mála, sem kom út í gær, birt­ist löng grein eftir Sig­urð Má Jóns­son, sem er titl­aður blaða­maður en var síð­ast í föstu starfi sem upp­lýs­inga­full­trúi rík­is­stjórn­ar, um Kjarn­ann. Hún ber fyr­ir­sögn­ina: „Kjarn­inn – Að kaupa sig til áhrifa“.

Þetta skrifar Þórður Snær Júlíusson á Kjarnanum. Þórður heldur áfram:

­Greinin er lík­ast til eins­dæmi. Á mínum tíma í blaða­mennsku man ég ekki eftir að nokkur hafi tekið sig til og skrifað jafn umfangs­mikið níð og jafn rætin róg um fjöl­mið­il. Ég man ekki eftir því að nokkur hafi með­vitað sett fram jafn mikið magn af rang­færslum um mið­il­inn Kjarn­ann og nafn­greinda ein­stak­linga sem að honum hafa komið með einum eða öðrum hætti á starfs­tíma hans. Og ég man ekki eftir að nokkur mið­ill sem tekur sig alvar­lega eða hefur snefil af sjálfs­virð­ingu birti slíkt, líkt og Þjóð­mál gerðu gagn­rýn­is­laust.

En við lifum á óvenju­legum tím­um. Hér að neðan ætla ég að rekja helstu rang­færslur greinar Sig­urðar Más, setja fram stað­reyndir sem hrekja lygar hans og bera hönd fyrir höfuð nafn­greinds fólks sem hann telur eðli­legt að gera upp skoð­anir og hvat­ir.

Rang­færslur um stofnun og fjár­fest­ingu í Kjarn­anum

Sig­urður Már segir í grein sinni að Kjarn­inn hafi verið stofn­aður af nokkrum vinstrisinn­uðum ein­stak­lingum úr fjöl­miðl­um, stjórn­málum og við­skipta­lífi „sem gæti veitt yfir­vof­andi hægri­st­jórn mót­stöð­u“.

Þetta er rangt og auð­velt er að sýna fram á það. Kjarn­inn var stofn­aður af sex manns, fjórum blaða­mönn­um, einum fyrr­ver­andi starfs­manni fjar­skipta­fyr­ir­tækis og einum mark­aðs­manni. Eng­inn í þessum hópi hefur nokkru sinni starfað í stjórn­mála­flokki. Eng­inn var fjár­festir eða gæti fallið undir skil­grein­ing­una að vera „úr við­skipta­líf­in­u“. Allt það fé sem lagt var til við stofn­un­ina, heilar fimm millj­ónir króna, kom af sparn­aði þeirra sem stofn­uðu mið­il­inn. Full­yrð­ing Sig­urðar Más, sem Þjóð­mál birtir sem stað­reynd, er því lygi.

Sig­urður Már gerir það næst að atriði að í upp­hafi hafi Kjarn­inn átt að vera í eigu þeirra sem stofn­uðu hann og án fjár­festa. Í kjöl­farið gerir hann það tor­tryggi­legt að hlutafé hafi verið aukið á öðru starfs­ári mið­ils­ins og selt fjár­fest­um. 

Þetta er eitt af því fáa sem sett er fram í grein Sig­urðar Más sem er að hluta til rétt. Upp­haf­lega var Kjarn­inn stofn­aður sem staf­rænt tíma­rit sem átti að reka á aug­lýs­inga­tekj­um. Það við­skipta­módel gekk ekki upp og við stofn­endur mið­ils­ins unnum launa­lítið eða -laust allan þann tíma til að halda honum við. Þegar ljóst var að ekki yrði mögu­legt að sækja tekjur til að standa undir rekstr­inum og hug­mynd­inni eins og hún var þá var tvennt í stöð­unni: að hætta eða að skipta um kúrs. Við ákváðum að taka það sem hafði virk­að, og þann með­byr sem við höfðum fundið gagn­vart miðl­in­um, og skipta um kúrs.

 

Í því fólst aðal­lega tvennt: að breyta um birt­ing­ar­form fyrir efnið okkar og birta það á vef­síðu. Sam­hliða breytt­ist tíðnin úr því að vera viku­leg í að vera dag­leg. Hitt var það að við sóttum okkur fjár­magn til að byggja upp fyr­ir­tækið þangað til að það væri með tekju­stofna til að standa undir sér.

Þá vinnu leiddi maður sem heitir Hjálmar Gísla­son, einn far­sæl­asti sprota­fröm­uður lands­ins. Nær allir sem að Kjarn­anum hafa komið sem hlut­hafar hafa gert það í gegnum Hjálm­ar, sem enn þann dag í dag er stjórn­ar­for­maður mið­ils­ins. Einn þeirra er Vil­hjálmur Þor­steins­son, umsvifa­mik­ill sprota­fjár­festir sem hefur starfað fyrir Sam­fylk­ing­una sem gjald­keri. Sam­hliða því að þessir aðilar komu inn í hlut­hafa­hóp­inn sett­ist Guð­rún Inga Ing­ólfs­dóttir í stjórn Kjarn­ans sem óháður stjórn­ar­mað­ur. Þar situr hún enn þann dag í dag og hefur reynst okkur feiki­lega öfl­ugur liðs­mað­ur. Hún er fyrr­ver­andi vara­þing­maður Sjálf­stæð­is­flokks­ins.

Annar sem fjár­festi í Kjarn­anum var Ágúst Ólafur Ágústs­son. Hann hafði setið á þingi fyrir Sam­fylk­ing­una en starf­aði á þeim tíma sem ráð­gjafi hjá einka­fyr­ir­tæki og hafði, að eigin sögn, lokið stjórn­mála­þátt­töku. Þegar hann hóf hana að nýju, í aðdrag­anda kosn­inga 2017 þá sagði hann sig sam­stundis úr stjórn mið­ils­ins og hlutur hans keypt­ur, enda fer virk stjórn­mála­þátta kjör­ins full­trúa ekki saman við það að eiga hlut í fjöl­miðli. Um það voru allir hlut­að­eig­andi sam­mála.

Nú liggur ekki fyrir hvort að Sig­urður Már hafi nokkru sinni byggt upp fyr­ir­tæki, eða fórnað sér í slíkt með því að þiggja lítil eða engin laun árum sam­an. En það höfum við sem stöndum að Kjarn­anum gert. Slíkar áskor­anir kallar eng­inn viti bor­inn maður yfir sig til að ganga ein­hverra óljósra póli­tískra erinda. Og það er rangt hjá Sig­urði Má að slíkt hafi ver­ið, og sé, hvat­inn að Kjarn­an­um.

Rang­færslur rekstur og vinnu­lag

Í grein Sig­urðar Más er farið yfir rekstr­ar­tölur Kjarn­ans á árunum 2014 og út árið 2017. Þar greinir hann rétti­lega frá því að sam­an­lagt tap á þessum fjórum árum hafi verið 47 millj­ónir króna.

Í grein­inni seg­ir: „Tap hefur verið á rekstr­inum öll heilu rekstr­ar­ár­in, þannig að við blasir að aðstand­endur mið­ils­ins kjósa að leggja fram tölu­vert fé til að sú vinstri rödd sem fjöl­mið­ill­inn stendur fyrir heyr­ist. Það kemur þó ekki í veg fyrir að Þórður Snær, rit­stjóri Kjarn­ans, geri gjarnan tap­rekstur Árvak­urs, útgáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, að umtals­efn­i.“

Pistilinn má lesa í heild sinni á Kjarnanum.