Hvað þýðir arion salan?

Þorsteinn Pálsson fyrrverandi fjármálaráðherra og Hersir Sigurgeirsson, dósent við viðskiptafræðideild HÍ mæta í Þjóðbraut í kvöld.

Mjög mörgum spurningum er ósvarað þegar kemur að þýðingu þess að fjórir vogunarsjóðir keyptu þriðjung í Arion banka með forkaupsrétt á stærri hlut.

Ferlið sem hafið er gæti orðið til þess að sjóðirnir fjórir eignist meirihlutann í Arion banka og geti því farið með eigið fé bankans að vild. Einn sjóðurinn hefur á sér slæmt orðspor vegna spillingarmála og hefur verið flokkaður í ruslflokk af matsfyrirtækjum.

Hvaða áhrif hefur þetta á það hvernig íslenskt bankakerfi er að byggjast upp?  Er eitthvað að óttast og hefur þessi gjörningur áhrif á kjör almennings að einhverju leyti?

Hersir er annar höfunda bókarinnar The Icelandic Financial Crisis: A Study into the World´s Smallest Currency Area Palgrave Macmillan gaf út fyrir skemmstu.

Þjóðbraut er á dagskrá milli 21 og 22. Líka á tímaflakkinu. Þátturinn er í umsjón Lindu Blöndal og Sölva Tryggvasonar.