Hvað getur aukið hamingju okkar?

Athyglisverð grein í Sunnudagsblaði Moggans:

Hvað getur aukið hamingju okkar?

Ef það er eitt­hvað sem all­ir vilja, án til­lits til stöðu eða stétt­ar, þá er það að finna þessa tor­skildu til­finn­ingu að maður sé ham­ingju­sam­ur. Til­finn­ing­in er hins veg­ar það tor­skil­in (sum­ir segja jafn­vel að ham­ingj­an sé ekki til) að þegar við erum í raun ham­ingju­söm erum við ekki viss um að við séum að upp­lifa þá til­finn­ingu. Er þetta ham­ingj­an? Spyrj­um við okk­ur.

Í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins birt­ist út­tekt á því um helg­ina hvað vís­indi dags­ins í dag telja að geti aukið ham­ingju okk­ar, allt frá um­hverf­isþátt­um upp í mataræði. Einnig er rætt við nokkra Íslend­inga, sér­fræðinga og leik­menn, um hvað hef­ur áhrif á ham­ingju okk­ar. 

„Það hef­ur verið bent á að list­inn yfir allt það sem maður á að gera til að vera ham­ingju­sam­ur sé svo lang­ur að það sé eng­in leið að kom­ast yfir það. Besta ráðið að mínu mati er hrein­lega að gera minna,“ seg­ir Þórgunn­ur Ársæls­dótt­ir, geðlækn­ir og formaður Geðlækna­fé­lags Íslands. 

„Auðvitað snýst þetta um jafn­vægi. Ef ég geri mjög lítið og eyði 12 tím­um á sól­ar­hring í rúm­inu þá er gott ráð að gera aðeins meira en þeir eru fleiri sem eru að gera of mikið.“
Þórgunn­ur tel­ur mikið til í þeim orðum að flest vanda­mál manns­ins snú­ist um það að við get­um ekki setið ein með okk­ur sjálf­um og gert ekki neitt í svo­litla stund en hún seg­ir hvíld í því að gera ekki neitt og tel­ur að það hafi verið eitt­hvert vit í boðorði Biblí­unn­ar um að taka einn hvíld­ar­dag í viku.

En af hverju erum við á spani?

„Að hluta til er þetta sam­fé­lagið. Við vit­um til dæm­is öll að það er rosa­lega hollt, and­lega og lík­am­lega, að hreyfa sig og hreyf­ing ætti að vera part­ur af lífi okk­ar allra en hvernig eiga for­eldr­ar ungra barna að finna tíma til að lifa far­sælu lífi, sinna vinn­unni, börn­un­um, heim­il­inu og fara svo í stressi í lík­ams­rækt? Sex á morgn­ana og sofa þá ekki?“


Í þessu sam­hengi finnst Þórgunni mjög at­hygli­verð umræðan um að stytta vinnu­vik­una, en mæl­ing­ar sýna að það kem­ur vel út, með færri veik­inda­dög­um, meiri ánægju en jafn­mikl­um af­köst­um.

„Við búum við ákveðin nátt­úru­lög­mál. Það tek­ur jörðina 365 daga að ferðast í kring­um sól­ina, dag­ur og nótt skipt­ast á og svo fram­veg­is. Stund­um gleym­um við að sum­ar regl­ur sem við lif­um við eru ekki lög­mál held­ur bara eitt­hvað sem við mann­fólkið bjugg­um til. Það er til dæm­is ekk­ert nátt­úru­lög­mál að full­ur vinnu­dag­ur eigi að vera 8 tím­ar,“ seg­ir Þórgunn­ur meðal ann­ars í viðtali sem birt­ist í heild í Sunnu­dags­blaði Morg­un­blaðsins.

Nýjast