Hvað gerist hjá wow?

Það gengur mikið á á bak við tjöldin varðandi skuldabréfaútboð WOWair og áhyggjur innan atvinnulífsins, bankanna og ríkisstjórnarinnar af framtíð félagsins stigmagnast. Þetta er á meðal þess sem þeir Hörður Ægisson, viðskiptaritstjóri Fréttablaðsins, og Jón G. Hauksson ræða um í viðskiptaþætti Jóns G. í kvöld. Þeir koma víða við. Ræða óvænt brotthvarf Björgólfs Jóhannssonar úr forstjórastól Icelandair Group, ókyrrðina í kringum rekstur Icelandair en gengi félagsins hefur lækkað skarpt undanfarnar vikur eftir afkomuviðvaranir bæði í júlí og ágúst.  Þeir ræða ennfremur söluna á CCP, kaup HB Granda á Ögurvík af Brimi, félagi Guðmundar Kristjánssonar. Minnast líka á það hvernig gengi bréfa í Eimskip hækkaði í kjölfar þess að Samherji varð þar kjölfestufjárfestir fyrr í sumar. Nú og svo kom loksins grænt ljós á kaup N1 á Festi.  Hér má svo sjá frétt Fréttablaðsins í morgun af komu bankanna að skuldabréfaútboði WOWair.  https://www.frettabladid.is/markadurinn/1000482139-wow-forsia