Hvað er fuglaflensa?

Matvælastofnun kynnir tímabundnar varnaraðgerðir til að fyrirbyggja að fuglalfensa berist í alifugla eða aðra fugla. Fuglaflensa er inflúensa í fuglum. Flensan dreifir sér víða bæði í alifuglum og viltum fuglum. Hún berst á milli landssvæða með farfuglum og hefur hún stöku sinnum borist í menn.

Ef veiran breytist og aðlagast mönnum og fer að smitast á milli þeirra gæti það hugsanlega leitt til heimsfaraldurs. Matvælastofnun mun auka vöktun á tilvist fuglaflensuveira í viltum fuglum nú í vor með sýnatökum úr þeim fuglum sem líklegastir eru til að bera fuglaflensuveiruna.

Nánar www.mast.is og www.bbl.is