Hulda Ragn­heiður nýr formaður FKA

Hulda Ragn­heiður nýr formaður FKA

Ný stjórn FKA
Ný stjórn FKA

Hulda Ragn­heiður Árna­dótt­ir var kjör­inn formaður Fé­lags kvenna í at­vinnu­líf­inu (FKA) á aðal­fundi fé­lags­ins sem hald­inn var í gær. Hulda Ragn­heiður er fram­kvæmda­stjóri Nátt­úru­ham­fara­trygg­inga Íslands og hef­ur setið í stjórn FKA á þessu starfs­ári. 

Í fram­boði til for­manns var einnig Rakel Sveins­dótt­ir, sitj­andi formaður FKA, sem sótt­ist eft­ir end­ur­kjöri. Rakel hlaut 144 at­kvæði og Hulda Ragn­heiður 182 at­kvæði. Rakel seg­ir því skilið við embætti for­manns sem hún hef­ur sinnt frá 2016.

Hulda Ragn­heiður seg­ir í sam­tali við mbl.is að von sé á ein­hverj­um breyt­ing­um inn­an fé­lags­ins, sam­hliða því sem unnið verður áfram að mik­il­væg­um verk­efn­um sem fé­lagið sinn­ir nú þegar. „Það verður eng­in stefnu­breyt­ing með þau en við mun­um inn­leiða aðrar aðferðir til að sækja meira til fé­lags­kvenna að hug­mynd­um og þátt­töku,“ seg­ir Hulda Ragn­heiður.

Nánar var fjallað um þetta á

https://www.mbl.is/vidskipti/frettir/2019/05/16/hulda_ragnheidur_nyr_formadur_fka/

 

Nýjast