Hryllingur á spítalanum á föstudaginn þrettánda

„Föstudagurinn þrettándi september var erfiður dagur í sögu Landspítala. Starfsfólk Bráðamóttöku veit að þjóðsögur um föstudaginn þrettánda eru sannar og þegar dagurinn ber upp á fullu tungli er voðinn vís á vaktinni.“

Þetta er brot úr frétt Vísis. Ítarlega umfjöllun má finna hér.

Svona hefst pistill hjúkrunarfræðingsins Elínar Tryggvadóttur um það ástand sem uppi hefur verið á bráðamóttöku Landspítalans síðustu tvær vikur. Í pistli sínum vekur Elín athygli á því að í gær, föstudaginn 13. september, hafi „nýtt og ömurlegt“ met verið slegið á Bráðamóttökunni, þegar 41 sjúklingur var lagður inn, en á móttökunni eru 36 rúm.

„Það þýðir að deild sem veltir um 100 skjólstæðingum á sólarhring var yfirfull af sjúklingum sem hefðu átt að liggja á legudeildum og ekkert svigrúm var fyrir starfsfólk að taka á móti nýjum sem samt streymdu á spítalann bæði í einkabílum sem sjúkrabílum,“ skrifar Elín og bendir á að þetta þýði einfaldlega að eina bráðamóttaka suðvesturhornsins hafi verið óstarfhæf í gær.

Þetta er brot úr frétt Vísis. Ítarlega umfjöllun má finna hér.